![>]()
Nú hefur Leitarstöð Krabbameinsfélagsins breytt boðunum í skoðanir hjá sér og hefur heilbrigðisstarfsfólk áhyggjur af því að það kunni að hafa áhrif á það að konur bóki sig í væntanlega hópskoðun sem fram fer á Sauðárkróki 11. - 14. mars nk. Krabbameinsfélagið hefur sett af stað tilraunaverkefni sem felst í því að bjóða þeim konum sem verða 23 ára og 40 ára á árinu 2019 gjaldfrjálsa skimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstakrabbameini á vegum Leitarstöðvarinnar.