![Myndin sýnir útbreiðslu fiskanna sem veiðst hafa sem meðafli í makrílleiðöngurunum. Ekki er ljóst h…]()
BioPol ehf. á Skagaströnd hefur um langt árabil haft samstarf við Hafrannsóknastofnun um merkingar á hrognkelsum. Á síðasta ári voru fiskar merktir með tvennum hætti, annars vegar um 200 fiskar á hefðbundinni veiðislóð inni á Húnaflóa og hins vegar um 290 ungir fiskar í alþjóðlegum makrílleiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands.