![>Frá undirritun samningsins. Mynd: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.]()
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skógræktarfélag Íslands, Landgræðslan og Skógræktin hafa endurnýjað samning um rekstur og framkvæmd Landgræðsluskóga til næstu fimm ára. Samningurinn felur í sér ýmis ákvæði varðandi framkvæmd Landgræðsluskóga s.s. að Skógræktarfélag Íslands vinni áætlun sem að lágmarki skilgreinir markmið, tegundaval og afmörkun svæða til gróðursetningar.