![…]()
Síðastliðið þriðjudagskvöld hélt Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps sína fyrstu tónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. Vel var mætt í Blönduóskirkju og tókust tónleikarnir einstaklega vel að sögn Höskuldar B. Erlingssonar, formanns kórsins. Fjörutíu kappar skipa kórinn en stjórnandi er Eyþór Franzson Wechner og undirleikari Louise Price.