![>Hér spá Veðurstofunnar fyrir Strandir og Norðurland vestra kl. 12 á hádegi á morgun, föstudaginn 28…]()
Veðrið hefur verið með besta móti síðustu tvær vikur með örfáum undantekningum sem vart eru þess virði að ástæða sé til að minnast á. Veðurstofan hefur nú skellt gulri veðurviðvörun á Strandir og Norðurland vestra frá og með miðnætti. Í dag verður veðrið að mestu stillt og gott, hiti í kringum frostmark, en þegar líður að miðnætti eykst sunnanáttinn, fyrst vestast á svæðinu en færist síðan austur yfir þegar líður á nóttina.