Quantcast
Channel: Feykir.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 19029

Erum allar ready í alvöru seríu - segir Brynja Líf

$
0
0

Eftir harðar samningaviðræður var ákveðið að þetta yrði myndin sem fylgdi viðtalinu; Brynja Líf (7) …

Það hefur verið gaman að fylgjast með liði Stólastúlkna í körfunni í vetur og nú spilar liðið til úrslita um sæti í Subway-deildinni að ári. Það er mikil breyting á liðinu frá því árið áður, mörg púsl bættust í hópinn síðasta haust sem Helgi þjálfari hefur náð að sameina í heilsteypta mynd. Eitt lykilpúslið er Brynja Líf Júlíusdóttir, 16 ára stúlka frá Egilsstöðum, sem kom á Krókinn til að spila með liði Tindastóls og stunda nám á náttúruvísindabraut og í körfuboltaakademíu FNV. Hún er ein efnilegasta körfuboltastúlka landsins í sínum árgangi og í síðasta leiknum gegn Snæfelli á dögunum þá gerði hún átta af tíu stigum Tindastóls í framlengingu.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 19029