![>Donni þjálfari. MYND: DAVÍÐ MÁR]()
Hafnfirðingar höfðu betur gegn liði Tindastóls á gervigrasinu á Króknum í gær í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var ágætlega spilaður af beggja hálfu en lið Tindastóls sýndi ágæta takta og gerði eiginlega allt nema að koma boltanum í mark FH. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Donna þjálfara þegar púlsinn var að komast í jafnvægi.