![Myndina tók Guðmundur St. Valdimarsson í morgun þegar mengunarvarnargirðiing var dregin út. MYND AF …]()
Áhöfnin á varðskipinu Freyju kom í morgun mengunarvarnargirðingu fyrir umhverfis flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í gær. Í frétt á vef Landhelgisgæslunnar kemur fram að engin merki séu um olíuleka frá skipinu en búnaðinum er komið fyrir til að gæti fyllsta öryggis. Kafarar Landhelgisgæslunnar köfuðu að skipinu í gær.