![>Donni þjálfari á von á erfiðum leik í kvöld gegn sterku liði Grindavíkur. MYND: JÓI SIGMARS]()
Lengjudeild kvenna í knattspyrnu hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum og í kvöld spila Stólastúlkur fyrsta leik sinn. Þá fá þær lið Grindavíkur í heimsókn í vetrarríkið hér fyrir norðan. Í spá Fótbolta.net sem kynnt var fyrr í vikunni var liði Tindastóls spáð þriðja sætinu í deildinni en Grindvíkingum því sjötta en það eru þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn félaga deildarinnar sáu um að spá. Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:30 og eru stuðningsmenn Tindastóls hvattir til að fjölmenna á völlinn.