![<]()
Sólveig Arna Ingólfsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við leikskólann Ársali á Sauðárkróki en fram kemur á vef sveitarfélagsins að Sólveig Arna sé menntaður leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri. Tekur hún við af Guðbjörgu Halldórsdóttur sem stýrt hefur skólanum um skeið.