![>]()
Í kvöld, föstudaginn 2. mars nk. klukkan 20:00, ætlar Hellisbúinn að stíga á stokk í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð en um er að ræða einn vinsælasta einleik sem sýndur hefur verið í veröldinni. Hefur Hellisbúinn þegar verið sýndur í 52 löndum, í yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð sýninguna, í túlkun ýmissa leikara.