![>Tekið til hendinni í Fornverkaskólanum. MYND AÐSEND]()
Það er óhætt að segja að það verður nóg að gera hjá Fornverkaskólanum á árinu. Í lok apríl ætlum við að bregða fyrir okkur betri fætinum og taka stefnuna austur á Seyðisfjörð, þar sem Fornverkaskólinn ætlar að kynna torfarfinn fyrir nemendum LungA lýðskóla. Námskeiðið verður að stórum hluta í máli og myndum og ef veður verður skaplegt og sæmilegt færi verður mögulega hægt að grípa í skóflu og undirristuspaða til ánægju og yndisauka. Setji snjór og vetrarfærð okkur skorður er e.t.v. hægt að fara í tilraunaverkefni með snjóhnausa og streng.