Quantcast
Channel: Feykir.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 19004

Ævintýrið úti hjá liði Tindastóls

$
0
0

>Hart barist í Smáranum. MYND AF FB

Strax í haust voru bara þrjú hjól undir bíl meistara Tindastóls og eftir það var nánast sama hvaða hindrun varð á vegi hans, það varð allt til að hægja ferðina. Hann hökti reyndar inn í bikarúrslit og í úrslitakeppnina þó með naumindum væri. Stólakagginn sem allir biðu eftir að hrykki í gírinn, kæmi sterkur inn á endasprettinum, var eiginlega hálf vélarvana allt tímabilið. Leikurinn í Smáranum í kvöld var reyndar góður en enn og aftur voru Stólarnir sjálfum sér verstir. Lokakarfan var Grindvíkinga og hún skipti sköpum – lokastölur 91-89. Stólarnir því snemma í sumarfrí þennan veturinn og kannski allir fegnir – þessi bíll þarf í allsherjar yfirhalningu.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 19004