![…]()
Eimskip og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert með sér samstarfssamning þar sem fyrirtækið gerist einn af aðal styrktaraðilum Landsbjargar, með sérstaka áherslu á að styðja við björgunarstarf og forvarnir á sjó og landi. Í sameiningu munu félögin vekja sérstaka athygli á slysavarnaverkefninu Örugg á ferðinni, sem snertir á öllum flötum samgangna, og sérstaklega hvetja til aukinnar hjálmanotkunar.