![Hraustir krakkar sem kepptu fyrir Umf Hvöt Blönduósi um helgina. Myndir af FB-síðu USAH.]()
Akureyrarmót UFA og Kjarnafæði Norðlenska var haldið í Boganum sl. laugardag þar sem keppt var í flokkum frá 10-11 ára upp í karla- og kvennaflokk. Auk þess var boðið upp á þrautabraut fyrir níu ára og yngri. Keppendur USAH stóðu sig afburða vel og unnu til flestra gullverðlauna á mótinu eða 17 alls. Auk þess komu ellefu silfurverðlaun í hús og og þrenn brons eða 31 verðlaun í heildina. Umf. Fram var með tvenn gullverðlaun, ein silfur- og ein bronsverðlaun og Hvöt með fimmtán gull-, tíu silfur- og tvenn bronsverðlaun.