![Margar myndir hafa verðið teknar út Skagafjörðinn með Ernuna í forgrunni sem þykir mikil prýði af. Þ…]()
Sauðkrækingar hafa í gegnum tíðina notað Borgarsandinn, fjöruna neðan staðarins, til útiveru allan ársins hring og gjarna er myndað. Flestar myndirnar sýna skipsflakið sem legið hefur grafið í sandinum í rúma hálfa öld, dást að því og nota sem kennileiti, en fæstir þekkja sögu skipsins sem í daglegu tali er nefnt Ernan. Feykir fór á stúfana og leitaði mynda af skipinu og rifjaði upp sögu þess og naut aðstoðar margra sem fá þakkir að launum.