Quantcast
Channel: Feykir.is
Viewing all 18995 articles
Browse latest View live

Rjúpnaveiðitímabilið að hefjast

$
0
0

Veiðitímabil eru mislöng á milli landshluta, sjá á meðfylgjandi mynd.

Rjúpnaveiðitímabilið hefst þann 25. október 2024 nk. og er veiði heimil föstudaga til þriðjudaga (báðir dagar meðtaldir) innan veiðitímabils. Því er ekki heimilt að veiða miðvikudaga og fimmtudaga.

Álfhildur fer fyrir lista VG í Norðvesturkjördæmi

$
0
0

>Bjarki, Álfhildu og Sigríður en þau skipa efstu þrjú sæti lista VG fyrir þingkosningarnar 2024. MYN…

Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. Eins og greint var frá í síðustu viku hafði oddviti VG í kjördæmi, Bjarni Jónsson, sagt skilið við flokkinn og því ljóst að nýr oddviti færi fyrir lista VG. Það kom svo í ljós í gær að það er Álfhildur Leifsdóttir, kennari og sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, sem leiðir listann.

Málþing um torfarfinn í Kakalaskála

$
0
0

>Glaumbær er einn þekktasti torfbær landsins og fjölsóttasti ferðamannastaður Skagafjarðar. MYND: BS…

Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir málþingi um torfarfinn í Kakalaskála í Skagafirði þann 8. nóvember næstkomandi, frá kl. 11–15. Þingið er tileinkað Sigríði Sigurðardóttur, Sirrí í Glaumbæ, fyrrverandi safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, í tilefni af stórafmæli hennar en hún varð sjötug á dögunum. Fjallað verður um torfarfinn frá ýmsum hliðum á málþinginu.

Bleiki dagurinn er í dag

$
0
0

>Bleika slaufan 2024. MYND KRABBAMEINSFÉLAGIÐ

Á Bleika deginum hvetjum við alla til að vera bleik - fyrir okkur öll, bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.

Ugla Stefanía hlutskörpust í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi

$
0
0

>Ugla Stefanía. MYND AF NETINU

Píratar hafa skipað sína framboðslista að afloknu prófkjöri. Í Norðvesturkjördæmi var það Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem bar sigur úr býtum og leiðir því lista Pírata í komandi kosningum. Ugla Stefanía er frá Stóra-Búrfelli í Austur-Húnavatnssýslu en hún er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.

Haustfundur Heimilisiðnaðarsafnsins

$
0
0

>Heimilisiðnaðarsafnið. MYND AÐSEND

Hinn árlegi haustfyrirlestur Heimilisiðnaðarsafnsins verður haldinn laugardaginn 26. október nk. kl. 14:00 og að þessu sinni er það Jón Torfason, sagnfræðingur sem mun flytja fyrirlestur um fatnað íslensks almúgafólks á 18. og 19. öld.

Sveitarfélög ársins 2024 útnefnd

$
0
0

>Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar sveitarfélaganna fjögurra. Frá vinstri: Sylvía Karen Heimisdóttir…

Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur fékk hæstu einkunn í vali á sveitarfélögum sem hljóta nafnbótina Sveitarfélag ársins 2024 en sú útnefning var nú þriðja árið í röð. Fjögur sveitarfélög hlutu nafnbótina í ár og eru þessi: Skeiða- og Gnúpverjahreppur 4.448 stig, Sveitarfélagið Skagaströnd 4.397 stig, Bláskógabyggð 4.275 stig og Sveitarfélagið Vogar 4.142 stig.

Valskonur reyndust Stólastúlkum sterkari

$
0
0

>Israel Martín fer yfir málin með Stólastúlkum í gær. MYND: DAVÍÐ MÁR

Stólastúlkur fengu lið Vals í heimsókn í gær í Bónus deildinni. Lið Tindastóls hafði unnið síðustu tvo leiki með góðum varnarleik en í gær gekk illa að ráða við vaskar Valsstúlkur sem höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn. Engu að síður var leikurinn í járnum allt fram að lokafjórðungnum þegar gestirnir náðu strax ríflega tíu stiga forystu og bættu síðan bara í. Lokatölur 65-86 fyrir Val.

Strákarnir heimsækja Keflavík í VÍS bikarnum

$
0
0

>

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikarsins í körfubolta nú í hádeginu. Bæði kvenna- og karlalið Tindastóls voru í pottunum og fengu bæði útileiki – sennilega eitthvað gallaðir pottar. Strákarnir fengu nokkuð strembinn mótherja, nefnilega lið Keflavíkur en liðin mættust einmitt í úrslitum bikarsins síðasta vetur. Kvennaliðið heimsækir hins vegar Suðurlandið.

Eins og ávextir og ber | Kristín Einars kíkir í leikhús

$
0
0

>Heiðrún Emma Einarsdóttir, leikhúsgestur, með Imma Ananas sem Eysteinn Guðbrandsson leikur. MYND: K…

Það ríkti áþreifanleg eftirvænting þegar spenntar fjögurra og sex ára ömmustelpur létu sig sökkva niður í bíóstólana í Bifröst til að fylgjast með frumsýningu Ávaxtakörfurnar í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks. Amman og mamman smituðust af spennunni og fljótlega voru ljósin slökkt og sviðsljósin kviknuðu í fallegri leikmynd. Strax í upphafi var maður sannfærður um að þarna hefðu lifnað við ávextir og eitt lítið jarðarber í risastórri ávaxtakörfu. Þess má til gamans geta að Leikfélag Sauðárkróks hefur áður sýnt þetta verk, fyrir réttum tuttugu árum síðan.

Íbúðirnar tilbúnar til útleigu á næstu vikum

$
0
0

…

Margir hafa eflaust klórað sér í kollinum yfir byggingu fjölbýlishússins dökklitaða á Freyjugötureitnum á Sauðárkróki. Bygging hússins hófst snemma árs 2021 og átti allt að vera klappað og klárt að hausti. Það styttist í að framkvæmdir hafi tekið fjögur ár og reglulega hefur Feykir birt af því fréttir að örstutt sé í að íbúðirnar færu á markað. Hingað til hefur það ekki reynst svo en nú hefur Feykir eftir Einar Georgssyni, framkvæmdastjóra Brákar íbúðafélags sem á bygginguna, að íbúðirnar verði tilbúnar í útleigu á næstu vikum.

María Rut leiðir lista Viðreisnar

$
0
0

<María Rut Kristinsdóttir leiðir lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. AÐSEND MYND

Framboðslisti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins í kvöld, 23. október, með öllum greiddum atkvæðum. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Edit Ómarsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá Advania. Þriðja sætið skipar Ragnar Már Ragnarsson, byggingafulltrúi Snæfellsbæjar og í fjórða sæti er Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

Hálka á vegum og víða þoka vestan Þverárfjalls

$
0
0

>Færð á vegum á Norðurlandi vestra upp úr kl. 9 í morgun. SKJÁSKOT

Vegir eru færir á Norðurlandi vestra en í dag má reikna með slyddu og snjókomu á svæðinu. Það er hálka á flestum vegum sem stendur og því vissara fyrir ferðalanga að fylgjast með veðri og færð á vegum áður en lagt er í hann. Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðvestan 10-15 m/sek með slyddu eða snjókomu framan af degi en lægir smám saman og rofar til seinnipartinn. Hiti nálægt frostmarki.

Eldur Smári fer fyrir Lýðræðisflokknum í Norðvesturkjördæmi

$
0
0

>

Lýðræðisflokkurinn, sem stofnaður var nýverið af forsetaframbjóðandanum Arnari Þór Jónssyni, kynnti í morgun þrjá efstu menn á lista flokksins í hverju kjördæmi fyrir sig ásamt nokkrum af stefnumálum sínum. Hér í Norðvesturkjördæmi er það Eldar Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, sem skipar efsta sæti listans.

Frá oddvita lýðræðisflokksins í Norðvestur | Eldur Smári Kristinsson skrifar

$
0
0

>Eldur Smári Kristinssonm oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. AÐSEND MYND

Nú hefur það verið kunngjört að ég skipa oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi fyrir Lýðræðisflokkinn – samtök um frelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Ég þakka stofnendum flokksins það traust sem mér hefur verið sýnt að fá að leiða listann í kjördæminu þar sem ég er fæddur og á ættir að rekja. Ég hlakka mikið til þess að ferðast vítt og breitt um kjördæmið okkar á næstu dögum og hitta sem flesta.

Alli Munda með Fuglar á Fróni

$
0
0

>Alli stoltur með bókina nýju. MYND AÐSEND

Nú nýverið kom út bókin Fuglar á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson, eða Alla Munda, en þetta er önnur vísnabókin hans en hann gaf út bókina Dýrin á Fróni fyrir tveimur árum. Rétt eins og sú bók þá er nýja bókin myndskreytt af franska listamanninum Jérémy Pailler sem einnig hefur komið að myndskreytingu bóka Byggðasafns Skagfirðinga.Alli segir að það hafi yljað sér um hjartaræturnar og verið magnað að fá póst frá leik- og grunnskólafólki sem vildu þakka honum sérstaklega fyrir bókina. „Það þótti mér alveg einstakt,“ segir vísnahöfundurinn.

Allt er breytingum háð | Leiðari 40. tölublaðs Feykis

$
0
0

>Auðvelt er að gerast rafrænn áskrifandi af Feyki.

Framundan eru breytingar á netmiðlinum okkar, Feyki.is. Nútíminn kallar á nokkrar breytingar og þó sumum finnist nútíminn trunta þá er nú jafnan betra að mæta honum með opnum huga og gera sitt besta til að aðlagast breyttum aðstæðum.

Arna Lára í efsta sæti hjá Samfylkingunni

$
0
0

>

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti.

Vel heppnaður kynningarviðburður fyrir frumkvöðla og fyrirtæki

$
0
0

>Katrín M. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV. MYND AÐSEND

Miðvikudaginn 23. október stóðu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) fyrir kynningarviðburði á stefnumótunaraðferð fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Gránu, Sauðárkróki. Viðburðurinn var vel sóttur og tókst einstaklega vel, þar sem þátttakendur fengu innsýn í nýjar aðferðir sem miða að því að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki í sjálfbærniaðgerðum og ákvarðanatöku.

Hverjir voru þessir fyrstu Króksarar?

$
0
0

>Gömul mynd af Króknum. MYND FACEBOOKSÍÐA VIÐBURÐAR

Sunnudaginn 27. október nk. verður viðburður í Gránu sem ber heitið, Hverjir voru þessi fyrstu Króksarar?  Maðurinn á bak við viðburðinn er Unnar Rafn Ingvarsson fagstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands sem mun fjalla um fyrstu íbúa Sauðárkróks í máli og myndum.
Viewing all 18995 articles
Browse latest View live